• Nýjungar
  •  
  • 11.9.2020

Nýjustu breytingar og uppfærslur í Reglu - september

Nýjustu breytingar og uppfærslur í Reglu - september

Þróunarteymi Reglu hefur ekki frekar en fyrri daginn slegið slöku við og kominn tími til að fara létt yfir það allra helsta sem gerst hefur í Reglu í sumar.

 

Vefverslanir

Það er komið þægilegra viðmót fyrir stillingar á vefverslanatengingum og samstillingu á vörum.

Hægt að sækja vörulista úr vefverslun í gegnum tenginguna í Reglu.

Vefverslanir geta núna sent meiri gögn til Reglu og núna er hægt að stofna, uppfæra og eyða vörum í vefverslun, sem gerir samsvarandi aðgerð í Reglu.

 

Vefverslanir + eldhúsprentari

Núna getur Regla tekið á móti matarpöntunum frá vefverslunum og prentað út í BOM-prentara tengdum afgreiðslukerfi Reglu.

 

Almennt

Bætt hefur verið inn sniðmátum fyrir innflutning gagna (.csv) undir „Handbækur og stillingar“.

Handbók á nýju formi á íslensku og ensku, nú er hægt að opna vef handbók úr Reglu sem beinir notendum beint að réttum upplýsingunum. Efst á öllum síðum er nú hlekkurinn „Opna Hjálp“ sem hægt er að smella á til þess að opna vef handbókina fyrir tiltekna síðu sem skoðuð er.

Hægt er að sækja um tengingu við þjóðskrá til Ferlis undir „Stjórnun > Viðhald skráa > Sækja um tengingu við þjóðskrá“.

Nú geta fyrirtæki sjálf sótt hreyfingalista fyrir viðskiptin við Reglu undir „Stjórnun > Fyrirspurnir > Reikningar fyrir notkun kerfa“.

 

Bókhald

Nú er hægt undir „Bókhald > Uppgjörsvinnslur > Millifæra saldo“ að millifæra saldó á milli bókhaldslykla í efnahagsreikningi. Þessar millifærslur fara undir sérstakan fylgiskjalaflokk „90-Millifærslur“ og er sá fylgiskjalaflokkur ekki aðgengilegur til að breyta skráðum færslum annars staðar.

Nú er í jöfnun færslna undir „Bókhald > Skráning færsla > Jöfnun færslna“ hægt að framkvæma jöfnun á milli eldri jafnana sem gerðar hafa verið með mismun.

 

Sölukerfi og birgðir

Hægt er að færa birgðir á milli lagera með einni aðgerð undir flipanum „Birgðir“ í vöruskrá undir „Sölukerfi > Skráning og viðhald > Vörur“.

 

Launabókhald

Hægt er að taka samtölur launa pr. launþega í prentsýn og þannig í t.d. Excel. Undir „Launabókhald > Launavinnslur > Launakeyrslur“.

Ef engin laun reiknast í launakeyrslu þá merkjast lífeyrissjóðsskilagreinar nú sjálfvirkt sem staðfestar.

Undir Launabókhald > Fyrirspurnir > Launaseðlar er nú hægt að keyra fyrirspurn í launabókhaldi sem flettir upp öllum launaseðlum tiltekins starfsmanns á völdu tímabili. Einnig er hægt að sameina og sækja launaseðlana á pdf formi.

Listar í launakerfi birtast núna sjálfgefið í röð eftir nafni launþega í stað kennitölu en alltaf hægt að raða.

 

Innkaupaskráning

Í innkaupaskráningu sést nú hvort vara er með í vefverslun og hægt er að merkja hana bæði í og úr vefverslun.

Hægt er að skrá afsláttarprósentu í haus reiknings sem þá kemur sjálfgefið sem afsláttarprósenta á línur reiknings og svo hægt að breyta.

Ef reikningur hefur óvart verið eingöngu bókaður í fjárhag eða eingöngu birgðafærður er nú hægt að sækja reikninginn og klára bókun eða birgðafærslu.

 

Regla er bókhaldskerfi í skýinu sem krefst engrar uppsetningar. Þú getur skráð þig inn og byrjað að bóka samstundis.

Með Reglu einfaldar þú bókhaldið, kerfið tengist bönkum og auðveldar rafræn viðskipti og sparar því mikinn tíma, svo eitthvað sé nefnt.

Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík

09:00 - 16:00
520 1200