
Hver erum við?
Regla ehf. var stofnað 12. desember 2008, félagið er systurfyrirtæki og að hluta í eigu hugbúnaðarfyrirtækisins Fakta.
Markmið félagsins er að bjóða upp á viðskiptakerfi og þjónustu sem veitir viðskiptavinum okkar aukna sjálfvirkni til að auðvelda rekstur og minnka vinnu hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Félagið býður hugbúnað í áskrift á netinu, eða eins og margir kalla það “í skýinu” og því engin þörf á hýsingu eða rekstri á tölvuþjónum. Þetta leiðir til þess að reksturinn verður hagkvæmari, einfaldari og öruggari.
Kerfin sem Regla býður uppá eru íslensk hönnun og hafa ýmsir sérfræðingar komið að þróun þeirra meðal annars viðskiptafræðingar, bókarar, endurskoðendur, tölvunarfræðingar og löggiltir bókarar.